Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 163 . mál.


Nd.

1179. Breytingartillögur



við frv. til. l. um breyt. á l. nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



1.     Við 4. gr.:
    a.     Í stað orðanna „Stjórn heilbrigðismála“ í 1. tölul. síðari efnismgr. komi: Eftirlit með heilbrigðismálum.
    b.     Orðin „og rekstri“ í 3. tölul. síðari efnismálsgreinar falli brott.
2.     Við 10. gr. Á eftir orðunum „íbúar borgarinnar“ í síðasta málslið bætist við: og Seltjarnarness.
3.     Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað 4. málsl. 1. tölul. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Stjórnin skal í umboði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra annast rekstur Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og gera í samráði við héraðslækni og stjórnir heilsugæsluumdæmanna í Reykjavíkurhéraði tillögur um framtíðarhlutverk stöðvarinnar samkvæmt lögum þessum og í tengslum við heilsugæslustarf í Reykjavík. Skipulag þessa efnis skal koma til framkvæmdar frá 1. janúar 1992.